Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   sun 02. júní 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikurinn leiðinlegi fyrir sjö árum - Tvær gegn sjö
Stelpurnar mæta Austurríki í fjórða sinn á þriðjudag
Icelandair
Sandra María og Glódís.
Sandra María og Glódís.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Austurríki fagnar marki gegn Íslandi 2017.
Austurríki fagnar marki gegn Íslandi 2017.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnhildur Yrsa er í dag styrktarþjálfari landsliðsins.
Gunnhildur Yrsa er í dag styrktarþjálfari landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Síðastliðið föstudagskvöld gerði Íslands 1-1 jafntefli við Austurríki í undankeppni EM 2025.

Eftir því sem Fótbolti.net kemst næst, þá er þetta í þriðja sinn sem þessi lið mætast. Ísland vann 1-0 sigur í vináttulandsleik í fyrra en þar áður mættust liðin á EM 2017. Þar vann Austurríki 3-0 sigur, en Ísland var úr leik í keppninni áður en í þann leik var komið. Austurríki fór alla leið í undanúrslit á því móti á meðan mótið voru eintóm vonbrigði fyrir Ísland.

Lestu um leikinn: Austurríki 1 -  1 Ísland

Tveir leikmenn Íslands sem spiluðu í gær tóku þátt í leiknum 2017 en þar voru landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir og svo markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar, Sandra María Jessen. Sú síðarnefnda kom inn af bekknum árið 2017 en leikurinn á föstudag var talsvert betri en leikurinn fyrir sjö árum.

„Það var aðeins öðruvísi leikur. Við vorum ekki alveg jafngóðar í þeim leik og við vorum í dag," sagði Sandra María.

Það er mikil reynsla í austurríska liðinu en það er enn að miklu leyti sami kjarni í þeirra liði og frá 2017. Alls voru sjö leikmenn sem byrjuðu í leiknum fyrir sjö árum sem byrjuðu eða komu við sögu í gær.

Miklar breytingar hafa verið á íslenska liðinu síðustu árin en nýtt lið hefur verið að tengja betur saman í síðustu leikjum sem hefur verið gaman að sjá.

Byrjunarlið Íslands í 3-0 tapinu árið 2017:
1. Guðbjörg Gunnarsdóttir (Hætt)
2. Sif Atladóttir (Hætt)
4. Glódís Perla Viggósdóttir (Bayern München)
6. Hólmfríður Magnúsdóttir (Selfoss)
7. Sara Björk Gunnarsdóttir (Juventus)
10. Dagný Brynjarsdóttir (West Ham)
11. Hallbera Guðný Gísladóttir (Hætt)
16. Harpa Þorsteinsdóttir (Hætt)
17. Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
19. Anna Björk Kristjánsdóttir (Valur)

Inn af bekknum:
5. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Styrktarþjálfari landsliðsins)
18. Sandra María Jessen (Þór/KA)
20. Berglind Bjög Þorvaldsdóttir (Valur)

Á þriðjudag mætast liðin í fjórða sinn í afar mikilvægum leik á Laugardalsvelli. Fjölmennum á völlinn og styðjum við bakið á stelpunum okkar.
Athugasemdir
banner
banner
banner