Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
Axel Óskar um Gregg Ryder: Ég sé rosalega á eftir honum
Arnar Gunnlaugs: Fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt
Pálmi Rafn: Ég væri klárlega til í að taka við liðinu
Viktor Helgi: Vonandi aðeins fleiri sokkar sem fólk þarf að borða
Jökull: Erum töluvert sterkari úti á vellinum en það er fleira sem telur
Ómar: Þvælan er að hleypa þeim inn í þetta - Varð bara sætara fyrir vikið
Sigga fannst sínir menn litlir: Þurfa að svara fyrir það á miðvikudag
Skælbrosti eftir sætan sigur á Akureyri - „Það var bara geðveikt"
Vildi ekki taka allt kreditið eftir sigur Leiknis: Erum allir hetjur
Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Tekur undir með Pétri - „Það geta allir tekið til sín“
„Þegar þetta tæki hittir boltann þá er eins og hleypt sé af skoti”
Gunnar Magnús: Hún veit það best sjálf að hún gat gert betur
Óli Kristjáns: Sáttur við seigluna
Alltaf langað að spila fyrir Þór/KA - „Sérstaklega gaman að skora fyrir félagið"
Kristján Guðmunds: Tökum ekki réttar ákvarðanir
J. Glenn: Í dag að spila á leikmönnum úr þriðja flokki
Bryndís Rut: Ekkert óvanar því að ferðast og erum ekkert að kvarta
Ísak segir sögurnar ekki réttar - „Fullsnemmt að pakka saman í töskur og fara heim"
Best í Mjólkurbikarnum: Fyrsta tímabilið í atvinnumennsku
   fös 31. maí 2024 19:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ried
Alltaf forréttindi að spila fyrir Ísland - „Ég tók eftir því á æfingum"
Icelandair
Sandra María Jessen.
Sandra María Jessen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þessi leikur og heimaleikurinn eru svolítið miklir úrslitaleikir í þessum riðli. Eftir að hafa lent undir, þá fer maður nokkuð sátt með eitt stig til Íslands," sagði Sandra María Jessen, leikmaður Íslands, eftir 1-1 jafntefli gegn Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld.

„Það er gott veganesti að spilamennskan fór upp á við eftir því sem leið á leikinn."

Lestu um leikinn: Austurríki 1 -  1 Ísland

Sandra, sem er markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar, spilaði á vinstri kanti í leiknum en það var umræða fyrir leikinn hvort hún þyrfti að leysa vinstri bakvörðinn.

„Ég tók eftir því á æfingum þegar hann setti mig á kantinn en ekki í vörnina. En svo er það ekki staðfest fyrr en daginn fyrir leik. Það er gaman að fá að spila á kantinum. Auðvitað finnst mér gaman að leysa bakvörðinn líka en það hefur verið að ganga vel sóknarlega og ég hef verið að koma inn mörkum á Íslandi, og þá er auðvitað skemmtilegra að fá að spila ofar á vellinum," sagði Sandra.

„Það eru forréttindi að fá að spila fyrir Ísland og ég er alltaf jafn stolt. Vonandi fæ ég enn fleiri mínútur í næsta leik."

Hún var svekkt að ná ekki að skora. „Ég var nálægt því einu sinni og mér fannst ég eiga að gera betur. Einhvern veginn vildi boltinn ekki inn. Við þurftum miðvörðinn til að skora markið í dag," sagði Sandra en hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner