Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
banner
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
föstudagur 27. desember
Engin úrslit úr leikjum í dag
fim 03.ágú 2023 12:00 Mynd: Getty Images
Magazine image

Spáin fyrir enska - 15. sæti: „Nú þegar búið er að selja hálft liðið er spurningin snúin"

Það styttist heldur betur í það að þjóðaríþrótt Íslendinga, enska úrvalsdeildin fari af stað. Líkt og síðustu ár, þá munum við kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við heyrum líka í stuðningsfólki hvers lið og tökum púlsinn fyrir tímabilið sem er framundan.

Næst eru það Úlfarnir sem er spáð 15. sæti af okkur á Fótbolta.net.

Úlfarnir fagna marki.
Úlfarnir fagna marki.
Mynd/EPA
Julen Lopetegui.
Julen Lopetegui.
Mynd/Getty Images
Frá Molineux, heimavelli Wolves.
Frá Molineux, heimavelli Wolves.
Mynd/Getty Images
Matheus Nunes er ansi mikilvægur.
Matheus Nunes er ansi mikilvægur.
Mynd/EPA
Fyrirliðinn Max Kilman.
Fyrirliðinn Max Kilman.
Mynd/Getty Images
Ruben Neves fór til Sádi-Arabíu.
Ruben Neves fór til Sádi-Arabíu.
Mynd/Getty Images
Pablo Sarabia er skemmtilegur leikmaður.
Pablo Sarabia er skemmtilegur leikmaður.
Mynd/EPA
Gunnar Reynir er stuðningsmaður Úlfanna.
Gunnar Reynir er stuðningsmaður Úlfanna.
Mynd/Úr einkasafni
Craig Dawson.
Craig Dawson.
Mynd/Getty Images
Fylgst með leik.
Fylgst með leik.
Mynd/Úr einkasafni
Bruno Lage, fyrrum stjóri Wolves.
Bruno Lage, fyrrum stjóri Wolves.
Mynd/Getty Images
Raul Jimenez fór til Fulham.
Raul Jimenez fór til Fulham.
Mynd/Heimasíða Wolves
Hvað gera Úlfarnir á komandi tímabili?
Hvað gera Úlfarnir á komandi tímabili?
Mynd/EPA
Um Úlfana: Útlitið var verulega vont fyrir Úlfana í fyrra. Liðið var á botni ensku úrvalsdeildarinnar um síðustu jól og er aðeins fjórða liðið í sögu deildarinnar til að bjarga sér eftir að hafa verið í þeirri stöðu.

Þetta sumar hefur verið erfitt fyrir félagið þar sem Úlfarnir þurftu að passa sig á að fara ekki yfir þröskuldinn á Financial Fair Play fjármálareglum. Úlfarnir hafa því þurft að selja og leikmannahópurinn er ekki eins sterkur og hann var á síðustu leiktíð. Julen Lopetegui, stjóri liðsins, hefur ekki farið leynt með það að hann sé ekki sáttur við stöðu mála og stemningin í kringum félagið er ekki sérlega góð þessa stundina. Það er ekki langt síðan Wolves voru í Evrópudeildinni en eins og staðan er núna þá blasir ekkert annað við en fallbarátta.

Stjórinn: Eins og áður kemur fram þá er Julen Lopetegui stjóri liðsins. Hann tók við á miðju síðasta tímabili með það verkefni að bjarga liðinu frá falli, og honum tókst það með glæsibrag. Lopetegui er með afar flotta ferilskrá en hann hefur stýrt bæði Real Madrid og spænska landsliðinu. Þá stýrði hann Sevilla til sigurs í Evrópudeildinni árið 2020. Lopetegui hafði vonast til þess að fá að styrkja liðið í sumar en hann hefur ekki fengið að gera það.

Leikmannagluginn: Úlfarnir eru búnir að eiga mjög dapran leikmannaglugga. Þeir eru búnir að selja leikmenn fyrir 90 milljónir punda og hafa ekki keypt einn leikmann. Wolves hefur fengið Matt Doherty á frjálsri sölu og markvörðinn Tom King á frjálsri sölu í sumar, en á meðan hafa sterkir leikmenn á borð við Ruben Neves og Nathan Collins verið seldir. Þessi gluggi er alls ekki að skora hátt en það er enn nóg eftir af honum.

Komnir:
Matt Doherty frá Atletico Madrid - á frjálsri sölu
Tom King frá Northampton - á frjálsri sölu

Farnir:
Rúben Neves til Al-Hilal - 47 milljónir punda
Nathan Collins til Brentford - 23 milljónir punda
Conor Coady til Leicester - 7,5 milljónir punda
Ryan Giles til Luton - 5 milljónir punda
Raúl Jiménez til Fulham - 5 milljónir punda
Dion Sanderson til Birmingham - 2 milljónir punda
Chiquinho til Stoke - á láni
Adama Traore - samningur rann út
Diego Costa - samningur rann út
João Moutinho - samningur rann út

Út frá leikmannaglugganum þá er líklegt byrjunarlið svona:



Lykilmenn: Miðvörðurinn Max Kilman er orðinn lykilmaður í þessu liði og hann er búinn að taka við fyrirliðabandinu eftir að Ruben Neves yfirgaf félagið. Matheus Nunes er dýrasti leikmaður í sögu félagsins og hann verður að sýna af hverju hann er það á komandi leiktíð. Hann hefur til að mynda verið orðaður við Liverpool en hann er afar öflugur. Þá er Pablo Sarabia sóknarsinnaður leikmaður sem er með mikla hæfileika. Hann er lykilpúsl í sóknarleik Úlfanna.

„Þá varð afi glaður"
Fréttamaðurinn Gunnar Reynir Valþórsson er stuðningsmaður Úlfanna. Við fengum hann til að segja okkur meira frá sínum áhuga á félaginu og tilfinningu sinni fyrir tímabilinu sem framundan er.

Ég byrjaði að halda með Úlfunum af því að... Móðurafi minn og nafni vann í Bretavinnunni í Öskjuhlíðinni á stríðsárunum og þar kynntist hann breskum hermönnum sem voru frá Wolverhampton. Það var ekki aftur snúið fyrir hann og hann fylgdist vel með þeim alla tíð. Þegar ég komst á aldur fór ég að fara með honum á Glaumbar eða Ölver ef svo vel vildi til að leikur væri sýndur með Úlfunum, sem voru þá yfirleitt á eyðimerkurgöngu í fyrstu deildinni.

Áttu uppáhalds minningu tengda félaginu þínu? Ætli það sé ekki sigurinn á Sheffield United í play-offinu árið 2003. Úlfarnir komu inn í play-offið í fimmta sæti minnir mig en fóru alla leið og upp í úrvalsdeildina í fyrsta sinn í tæp tuttugu ár. Það var sætt og þá varð afi glaður.

Hvernig fannst þér síðasta tímabil? Úff.. síðasta tímabil var verulega undarlegt. Bruno Lage er mögulega lélegasti þjálfari sem stjórnað hefur liði í úrvalsdeildinni og það var ótrúlegt að sjá hann fremja skemmdarverk á þessu liði. Það var ýmislegt sem mátti bæta í fari Úlfanna sem höfðu staðnað svolítið undir Nuno Espirito Santo, en Lage gerði bara illt verra. Þegar J-Lo mætti síðan á svæðið má segja að hann hafi bara verið að reyna að stöðva blæðinguna. Það tókst með eiginlega undraverðum hætti eftir að hafa verið í botnsætinu um jólin, þótt fótboltinn hafi ekki verið sérstaklega áferðarfallegur.

Ertu með einhverja sérstaka leikdagshefð? Nei, get ekki sagt það. En eftir góð úrslit fæ ég mér Campari til heiðurs afa.

Hvern má ekki vanta í liðið? Þessari spurningu hefði verið auðsvarað ef Neves hefði ekki verið seldur í sumar til Sádí Arabíu. Langbesti leikmaður Úlfanna í áratugi. Nú þegar búið er að selja hálft liðið er spurningin snúin, en ætli ég segi ekki bara Craig Dawson en kaupin á honum í fyrra voru einn af ljósu punktunum það tímabilið.

Hver er veikasti hlekkurinn? Veikasti hlekkurinn er bara sóknarlínan eins og hún leggur sig. Liðið skoraði bara 31 mark á síðasta tímabili, sem er auðvitað skandall.

Þessum leikmanni á að fylgjast með... Ég hef trú á João Gomes. Hann lofaði góðu í fyrra og ég vona að hann mæti af krafti inn í þetta tímabil.

Við þurfum að kaupa... MARKASKORARA!

Hvað finnst þér um stjórann? Ég kann ágætlega við hann og hann er auðvitað algjör meistari í samanburði við Bruno Lage. Vandamálið fyrir hann er hins vegar peningaleysi. Menn hafa eytt um efni fram síðustu ár og eru að lenda í vandræðum með FFP reglurnar. Maður fær svolítið á tilfinninguna að hafa ekki fengið að sjá liðið spila eins og hann vill í raun og veru spila. En viðsnúningurinn eftir að hann tók við var samt frábær þannig að hann er enn í góðu bókunum hjá mér.

Hvernig líður þér fyrir tímabilinu sem er framundan? Það er eiginlega bara gríðarleg óvissa með þetta tímabil. Eigendurnir eru búnir að selja hálft liðið fyrir einhverjar hundrað milljónir evra en hafa þegar þetta er skrifað ekki keypt neitt í staðinn nema þriðja markvörð sem kostaði fimmþúsund kall. Stærstu fréttirnar eru endurkoma Matt Doherty sem kemur ókeypis til okkar eftir að hafa flúið í „stærri klúbb“ þegar Tottenham keypti hann. Það eru ekki mjög stórar fréttir á undirbúningstímabili sem beinlínis öskraði á sóknarmenn.

Hvar endar liðið? Ég óttast það versta en vona það besta. Eins og staðan er í dag hljótum við að vera á meðal þeirra liða sem líklegust eru til að falla, en ég hef trú á þjálfaranum. Ef hann fer ekki sjálfur í fússi fljótlega held ég að við verðum einhversstaðar um miðja deild.

Wolves hefur leik í ensku úrvalsdeildinni mánudaginn 14. maí gegn Manchester United á útivelli.




Þau sem spáðu: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Aksentije Milisic, Anton Freyr Jónsson, Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Stefán Marteinn Ólafsson og Sverrir Örn Einarsson.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. ?
13. ?
14. ?
15. Wolves, 71 stig
16. Nottingham Forest, 67 stig
17. Everton, 66 stig
18. Bournemouth, 56 stig
19. Sheffield United, 31 stig
20. Luton Town, 16 stig
Athugasemdir
banner