Atletico Madrid er að skoða aðra möguleika á miðjuna ef Conor Gallagher kemur ekki til liðsins.
Spænska liðið er að undirbúa tilboð í Javi Guerra, miðjumann Valencia. Chelsea samþykkti 34 milljón punda tilboð frá Atletico í síðustu viku í Gallagher.
Gallagher hefur ekki gefið Atletico svar um það hvort hann vilji ganga til liðs við félagið. Spænska félagið ætlar því að snúa sér að Guerra ef ekkert svar kemur frá enska miðjumanninum.
Guerra er 21 árs gamall spænskur miðjumaður. Hann spilaði 35 leiki í öllum keppnum með Valencia á síðustu leiktíð og skoraði fimm mörk.
Athugasemdir