Joshua Zirkzee, VIctor Osimhen, Riccardo Calafiori, Conor Gallagher, Florian Wirtz og fleiri koma við sögu
   fös 05. júlí 2024 09:00
Elvar Geir Magnússon
„Getum ekki látið landið okkar falla í hendur þessa fólks“
Kylian Mbappe blandar sér í pólitíkina af fullum krafti.
Kylian Mbappe blandar sér í pólitíkina af fullum krafti.
Mynd: EPA
Emmanuel Macron (til hægri) ásamt Infantino á HM í Katar.
Emmanuel Macron (til hægri) ásamt Infantino á HM í Katar.
Mynd: EPA
Kylian Mbappe stórstjarna franska landsliðsins er ekki bara með hugann við Evrópumótið þessa dagana heldur einnig pólitíkina í heimalandi sínu.

Hann hvetur franska kjósendur, og þá sérstaklega ungt fólk, að kjósa gegn öfgahægriflokknum frönsku Þjóðfylkingunni í seinni umferð þingkosninganna. Útlit er fyrir stórsigur Þjóðfylkingarinnar ef marka má fyrri umferðina.

„Þetta er brýn staða. Við getum ekki látið landið okkar falla í hendur þessa fólks. Staðan er skelfileg. Við vonum virkilega að hún breytist: allir ættu að fylkja sér saman og kjósa réttan flokk. Það hefur aldrei verið mikilvægara að kjósa," segir Mbappe.

Þjóðfylkingin, sem er leidd af Jean Marie Le Pen, hefur lagt áherslu á herta stefnu gegn innflytjendum. Mbappe og fleiri í franska landsliðinu styðja sitjandi forseta, Emmanuel Macron.

„Það er auðvitað ekki hægt að líta fram hjá andúð á innflytjendum. Þeir eru gerðir blórabögglar á sama tíma og franska landsliðið í fótbolta er nær eingöngu skipað börnum innflytjenda," sagði Árni Snævarr fjölmiðlamaður í viðtali við RÚV.

Fleiri leikmenn franska landsliðsins hafa blandað sér í umræðuna og talað gegn Þjóðfylkingunni, þar á meðal Jules Koundé.

„Það eru vonbrigði að sjá flokk sem leitast við að taka burt frelsi okkar og taka burt þá staðreynd að við búum saman fá þetta fylgi," sagði Kounde.

Frakkland mætir Portúgal í kvöld klukkan 19 í 8-liða úrslitum EM.
Athugasemdir
banner
banner