Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
banner
   lau 06. júlí 2024 20:41
Brynjar Ingi Erluson
Hollendingar búnir að snúa blaðinu við - „Þvílík ákefð“
Cody Gakpo er markahæstur með fjögur mörk
Cody Gakpo er markahæstur með fjögur mörk
Mynd: EPA
Hollenska landsliðið er búið að nú blaðinu við gegn Tyrklandi og er komið í 2-1 í Berlín.

Tyrkir fóru með eins marks forystu í hálfleikinn. Þeir börðust og börðust en í síðari hálfleiknum tóku Hollendingar yfir.

Í þeim síðari ætluðu Tyrkir að halda fengnum hlut en það getur oft reynst hættulegt að fara verja forskot gegn eins sterkri þjóð og Hollandi.

Stefan de Vrij jafnaði metin með skalla eftir fyrirgjöf Memphis Depay áður en Cody Gakpo gerði fjórða mark sitt á mótinu aðeins sex mínútum síðar eftir frábæra sendingu Denzel Dumfries inn í teiginn. Markið gæti að vísu verið skráð sem sjálfsmark en eins og staðan er núna er það skráð á Gakpo og er hann markahæsti maður mótsins.

„Þvílík ákefð. Þvílík ákefð,“ sagði Hörður Magnússon í lýsingunni á RÚV en þar vitnaði hann í ótrúlega ákefð hollenska liðsins í þessum síðari hálfleik.


Athugasemdir
banner
banner