Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
banner
   sun 07. júlí 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Ekki viss um að De Ligt sé rétti maðurinn fyrir Man Utd
Mynd: EPA
Manchester United hefur verið í viðræðum við hollenska miðvörðinn Matthijs De Ligt síðustu daga en Teddy Sheringham, fyrrum leikmaður félagsins, er ekki viss um að þetta sé réttu kaupin fyrir klúbbinn.

De Ligt er 24 ára gamall en er kominn með þokkalega ferilskrá þrátt fyrir ungan aldur.

Hann komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar með Ajax árið 2019 og var þá seldur til Juventus. Þar gerði hann ágætis hluti áður en Bayern München keypti hann.

De Ligt og Erik ten Hag, stjóri United, þekkjast frá tíma þeirra í Ajax, en Sheringham er óviss um að hann sé rétti maðurinn í vörn liðsins.

„Ég veit ekki hvort Matthijs De Ligt væri góð viðbót í vörn United. Ég held að United þurfi einhverja reynslu í vörnina og þá helst einhvern sem er með reynslu úr úrvalsdeildinni. Hann er augljóslega mjög góður leikmaður og öll munum við eftir tíma hans hjá Ajax, en hann ætti ekki að vera í forgangi hjá félaginu á þessu augnabliki,“ sagði Sheringham við PokerSites.
Athugasemdir
banner
banner
banner