Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
   lau 06. júlí 2024 17:23
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeildin: Glæsimark skildi liðin að í Eyjum
Lengjudeildin
Vicente Valor skoraði eina mark leiksins
Vicente Valor skoraði eina mark leiksins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV 1 - 0 Leiknir R.
1-0 Vicente Rafael Valor Martínez ('25 )
Rautt spjald: Arnór Ingi Kristinsson, Leiknir R. ('66) Lestu um leikinn

ÍBV hafði betur gegn Leikni, 1-0, í 11. umferð Lengjudeildar karla á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag.

Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleiknum en það voru Eyjamenn sem fengu hættulegri færi.

Á 21. mínútu fékk Sigurður Arnar Magnússon frábært skallafæri til að koma heimamönnum yfir en hann setti boltann yfir markið. Fjórum mínútum síðar kom sigurmarkið.

Vicente Valor og Oliver Heiðarsson spiluðu sín á milli áður en Vicente fór framhjá tveimur varnarmönnum áður en hann afgreiddi boltann í fjærhornið. Glæsilegt mark.

Þegar hálftími var eftir af leiknum átti Shkelzen Veseli hörkuskot úr aukaspyrnu en boltinn fór í samskeytin og aftur fyrir.

Það fækkaði í liði Leiknis aðeins sex mínútum síðar er Arnór Ingi Kristinsson fékk að líta sitt annað gula spjald fyrir heimskulegt brot á Tómasi Bent Magnússyni.

Á lokamínútum leiksins gátu Eyjamenn gert út um leikinn í tvígang. Fyrst vippaði Víðir Þorvarðarson yfir markið þegar hann var sloppinn einn í gegn og stuttu síðar komst Sigurður Grétar Benónýsson svipað færi en sama niðurstaða þar.

Það kom ekki að sök og voru það Eyjamenn sem tóku öll stigin. ÍBV er með 19 stig í þriðja sæti deildarinnar en Leiknir með 12 stig í 9. sæti.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner