Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
banner
   lau 06. júlí 2024 15:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Englands og Sviss: Konsa inn fyrir Guehi - Saka í vængbakverði
Bukayo Saka
Bukayo Saka
Mynd: EPA

Gareth Southgate hefur gert eina breytingu á liði Englands sem mætir Sviss í átta liða úrslitum á EM í dag.


Búist er við því að hann fari í þriggja manna vörn en Marc Guehi tekur út leikbann og Ezri Konsa kemur inn í hans stað.

Talið er að Kyle Walker, John Stones og Konsa verði í miðverði og Kieran Trippier og Bukayo Saka verði í vængbakvarðastöðunum.

Það er óbreytt lið hjá Sviss sem lagði Ítalíu í 16-liða úrslitunum. Granit Xhaka var tæpur en fór í myndatöku og það kom í ljós að hann væri klár í slaginn.

England: Pickford, Walker, Stones, Konsa, Trippier, Mainoo, Rice, Saka, Bellingham, Foden, Kane

Sviss: Sommer, Schar, Akanji, Rodriguez, Ndoye, Freuler, Xhaka, Aebischer, Rieder, Vargas, Embolo


Athugasemdir
banner
banner
banner