Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
banner
   mán 08. júlí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Ekki hægt að útiloka brottför Casemiro
Mynd: Getty Images
Framtíð brasilíska miðjumannsins Casemiro hjá Manchester United liggur enn í lausu lofti en þetta segir Fabrizio Romano.

Manchester United er sagt opið fyrir því að selja Casemiro frá félaginu í sumar, tveimur árum eftir að hafa keypt hann frá Real Madrid.

Á dögunum birti United mynd af Casemiro í nýrri treyju liðsins og voru því einhverjir sem töldu það víst að hann myndi vera með liðinu á næstu leiktíð en það er ekki staðfest.

Samkvæmt Romano eru félög í Sádi-Arabíu áhugasöm um að fá hann og eru þegar komin í viðræður við umboðsmenn hans.

Samningur hans við United rennur út eftir tvö ár og getur United því farið fram á ágætis upphæð fyrir þennan 32 ára gamla leikmann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner