Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
   sun 07. júlí 2024 19:58
Brynjar Ingi Erluson
Vestri lánar Nacho Gil á Selfoss (Staðfest)
Nacho Gil er mættur á Selfoss
Nacho Gil er mættur á Selfoss
Mynd: Selfoss
Vestri í Bestu deild karla hefur lánað spænska miðjumanninn Nacho Gil í Selfoss en þetta kemur fram í tilkynningu frá Selfyssingum í dag.

Nacho Gil er fæddur árið 1993 en hann kom fyrst hingað til lands árið 2018 og samdi þá við Þór á Akureyri.

Þar lék hann tvö tímabil áður en hann skipti yfir í Vestra. Bjarni Jóhannsson, þjálfari Selfyssinga, þjálfaði Nacho hjá Vestra árið 2020.

Nacho er nú mættur til Selfoss á láni frá Vestra og mun hann fá leikheimild 17. júlí þegar glugginn opnar. Hann tók sína fyrstu æfingu í morgun með nýju liðsfélögunum.

„Ég þekki Bjarna en við unnum saman hjá Vestra fyrir fjórum árum. Bjarni fær það besta út úr þeim leikmönnum sem hann er að vinna með að hverju sinni og það er það sem ég þarf á þessum tímapunkti á mínum ferli,” segir Nacho við undirskriftina.

„Ég vonast til þess að hjálpa liðinu að ná markmiðum sínum á tímabilinu. Liðið hefur verið að gera góða hluti í deildinni, með mjög ungt lið og svo eru aðstæðurnar hérna á Selfossi auðvitað frábærar,“
sagði Nacho við undirskrift.

Nacho hefur spilað 80 deildarleiki með Vestra síðustu fjögur árin og skorað 17 mörk. Í sumar hefur hann spilað 5 leiki í Bestu deild karla.

Selfyssingar eru á toppnum í 2. deild karla með 25 stig eftir tíu leiki.
Athugasemdir
banner
banner