Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
banner
   sun 07. júlí 2024 17:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Birnir skoraði laglegt mark í slæmu tapi - Viking með endurkomusigur
Birnir Snær Ingason
Birnir Snær Ingason
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Patrik Sigurður Gunnarsson
Patrik Sigurður Gunnarsson
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Birnir Snær Ingason var á skotskónum þegar Halmstad steinlá gegn Malmö í sænsku deildinni í dag.


Halmstad lenti undir en Birnir jafnaði metin stuttu síðar með laglegu skoti fyrir utan vítateiginn, stöngin inn. Hann var vafinn um höfuðið eftir að hafa fenigð höfuðhögg fyrr í leiknum.

Malmö náði forystunni aftur fyrir lok fyrri hálfleiks og bætti þremur mörkum við í þeim síðari. 5-1 lokatölur. Birnir spilaði 72 mínútur en Gísli Eyjólfsson lék allan leikinn. Daníel Tristan Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Malmö.

Halmstad er í 8. sæti deildarinnar með 18 stig eftir 13 leiki en Malmö er á toppnum með 35 stig eftir 14 leiki.

Patrik Sigurður Gunnarsson var á sínum stað í rammanum þegar Viking vann endurkomusigur á KFUM Oslo í norsku deildinni í dag. Viking var marki undir í hálfleik en skoraði tvö mörk þegar innan við tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Anton Logi Lúðvíksson spilaði klukkutíma í grátlegu tapiHaugesund gegn Sarpsborg. Haugesund var manni færri allan seinni hálfleikinn en náði forystunni. Sarpsborg jafnaði metin þegar um tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og seint í uppbótatímanum kom sigurmarkið.

Viðar Ari Jónsson lék allan leikinn en Brynjar Ingi Bjarnason sat allan tímann á varamannabekknum þegar HamKam gerði markalaust jafntefli gegn Tromsö en HamKam var manni færri síðustu tuttugu mínúturnar.

Viking er í 4. sæti deildarinnar með 25 stig eftir 13 umferðir. Haugesund er í 14. sæti með 13 stig eftir 12 umferðir og HamKam í 9. sæti með 14 stig eftir 14 umferðir.


Athugasemdir
banner
banner