Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
   sun 07. júlí 2024 17:54
Brynjar Ingi Erluson
Besta deild kvenna: Hulda Ósk og Sandra María með stórleik er Þór/KA vann Þrótt
Sandra María hefur átt ótrúlegt tímabil
Sandra María hefur átt ótrúlegt tímabil
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hulda Ósk var með stoðsendingafernu í dag
Hulda Ósk var með stoðsendingafernu í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. 2 - 4 Þór/KA
0-1 Sandra María Jessen ('16 )
0-2 Sandra María Jessen ('21 )
0-3 Sandra María Jessen ('44 )
1-3 Leah Maryann Pais ('52 )
1-4 Karen María Sigurgeirsdóttir ('63 )
2-4 Kristrún Rut Antonsdóttir ('71 )
Lestu um leikinn

Sandra María Jessen, fyrirliði Þór/KA, skoraði þrennu í fyrri hálfleik er liðið vann Þrótt R, 4-2, í Bestu deild kvenna á AVIS-vellinum í Laugardal í dag. Hulda Ósk Jónsdóttir lagði þá upp öll mörk gestanna í leiknum.

Það tók Söndru sextán mínútur að skora sitt 13. mark í deildinni í sumar. Hulda Ósk Jónsdóttir kom með fyrirgjöfina frá hægri og mætti Sandra á ferðinni og skallaði boltann í netið.

Hún var aftur á ferðinni fimm mínútum síðar. Hulda Ósk stakk boltanum inn fyrir á Söndru sem lét vaða á markið við vítateigsendann. Hún lyfti boltanum skemmtilega yfir Mollee Swift í marki Þróttara og staðan 2-0.

Hulda og Sandra fullkomnuðu þrennuna undir lok hálfleiksins. Hulda fór upp að endamörkum, kom boltanum fyrir á Söndru sem skallaði boltann í markið. Þrenna hjá Söndru og stoðsendingaþrenna hjá Huldu.

Þróttarar komu til baka í þeim síðari. Leah Pais skoraði eftir hornspyrnu. Þór/KA mistókst að hreinsa frá og náði Pais að nýta sér það með því að setja boltann í bláhornið.

Það kom aukinn kraftur í heimakonur í kjölfarið. Þær náðu að skapa sér nokkur færi áður en liðið fékk blauta tusku í andlitið er Karen María Sigurgeirsdóttir skoraði eftir sendingu Huldu. Fjórða stoðsending hennar í leiknum.

Tuttugu mínútum fyrir leikslok skoruðu Þróttarar nánast upp úr engu. Hár bolti inn á teiginn og var það Kristrún Rut Antonsdóttir sem náði að skalla honum í netið.

Á síðustu mínútum leiksins reyndu Þróttarar að koma sér betur inn í leikinn. Þær vildu fá víti á 80. mínútu eftir að Jelena Tinna Kujundzic féll í þvögu og þá var Shelby Money að verja vel í markinu.

Lokatölur í Laugardal, 4-2, Þór/KA í vil. Liðið nú með 24 stig í 3. sæti, níu stigum frá toppnum. Sandra María er langmarkahæst með 15 mörk í deildinni, átta mörkum á undan næsta leikmanni.
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 18 16 1 1 48 - 16 +32 49
2.    Breiðablik 18 16 0 2 46 - 9 +37 48
3.    Þór/KA 18 9 3 6 40 - 28 +12 30
4.    Víkingur R. 18 8 5 5 28 - 29 -1 29
5.    FH 18 8 1 9 30 - 36 -6 25
6.    Þróttur R. 18 7 2 9 23 - 27 -4 23
7.    Stjarnan 18 6 3 9 22 - 34 -12 21
8.    Tindastóll 18 3 4 11 20 - 41 -21 13
9.    Fylkir 18 2 4 12 17 - 34 -17 10
10.    Keflavík 18 3 1 14 16 - 36 -20 10
Athugasemdir
banner
banner
banner