Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
banner
   lau 06. júlí 2024 22:32
Brynjar Ingi Erluson
Tíu sjálfsmörk á EM - Verður metið slegið?
Mert Müldur gerði tíunda sjálfsmark mótsins
Mert Müldur gerði tíunda sjálfsmark mótsins
Mynd: EPA
Tíunda sjálfsmark Evrópumótsins leit dagsins ljós í leik Hollands og Tyrklands í 8-liða úrslitunum í kvöld.

Mert Müldür kom boltanum í eigið net eftir sendingu Denzel Dumfries fyrir markið en það var tíunda sjálfsmarkið sem er skorað á mótinu.

Sjö af tíu sjálfsmörkum mótsins komu í riðlakeppninni, tvö í 16-liða úrslitum og síðan þetta eina í 8-liða úrslitum.

Á síðasta Evrópumóti var metið slegið en þá komu leikmenn boltanum ellefu sinnum í eigið net.

Þrír leikir eru eftir af mótinu og því enn góður möguleiki á að metið verði í það minnsta jafnað.


Athugasemdir
banner
banner
banner