Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
   lau 06. júlí 2024 20:59
Brynjar Ingi Erluson
EM: Frábær endurkoma Hollendinga - Mæta Englandi í undanúrslitum
Hollendingar eru komnir í undanúrslit
Hollendingar eru komnir í undanúrslit
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Bart Verbruggen varði stórkostlega undir lok leiks
Bart Verbruggen varði stórkostlega undir lok leiks
Mynd: EPA
Holland 2 - 1 Tyrkland
0-1 Samet Akaydin ('35 )
1-1 Stefan de Vrij ('70 )
2-1 Cody Gakpo ('76 )

Hollenska landsliðið tryggði sig áfram í undanúrslit Evrópumótsins með 2-1 sigri liðsins á Tyrklandi í baráttuleik á Ólympíuleikvanginum í Berlín í Þýskalandi í kvöld.

Leikurinn var nokkuð rólegur framan af en það er óhætt að segja að það hafi verið verðskuldað þegar Samet Akaydin stangaði Tyrkjum í forystu á 35. mínútu eftir glæsilega fyrirgjöf Arda Güler.

Akaydin var í banni í síðasta leik en mætti aftur inn í byrjunarliðið í stað Merih Demiral sem tekur út tveggja leikja bann.

Staðan 1-0 í hálfleik en síðari hálfleikurinn átti eftir að verða einn sá skemmtilegasti á mótinu til þessa.

Á 56. mínútu átti Güler aukaspyrnu sem hafnaði í stöng og þá átti Kenan Yildiz skot sem Bart Verbruggen varði meistaralega.

Ákefð Hollendinga var mikil og tókst þeim að jafna leikinn þegar tuttugu mínútu voru eftir. Memphis Depay tók fyrirgjöf eftir hornspyrnu og rataði boltinn beint á höfuðið á Stefan de Vrij sem stangaði hann í netið.

Meðbyrinn með Hollendingum sem keyrðu á Tyrkina. Sex mínútum síðar stýrði Mert Muldur boltanum í eigið net eftir frábæra sendingu Denzel Dumfries fyrir markið. Cody Gakpo var fyrst skráður fyrir markinu en því breytt undir lok leiks.

Tyrkirnir voru óheppnir að jafna ekki leikinn á síðustu fimmtán mínútunum. Þeir fengu urmul af dauðafærum en boltinn vildi bara ekki inn. Verbruggen kom til bjargar, Micky van de Ven bjargaði á línu og þá skallaði Cenk Tosun rétt yfir markið.

Hollendingar héltu út og eru því komnir í undanúrslit þar sem þeir mæta Englendingum. Leikurinn fer fram á miðvikudag.


Athugasemdir
banner
banner
banner