PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   lau 06. júlí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Mbappe: Ég gat ekki meir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Kylian Mbappe, sóknarmaður Frakklands, var ánægður með sigurinn á Portúgal í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í gær en það kom mörgum á óvart að hann hafi farið af velli í hálfleik í framlengingu.

Framherjinn hefur verið að glíma við áverka í andliti síðan Robert Lewandowski nefbraut hann í fyrsta leik í riðlakeppni mótsins.

Hann spilaði ekki annan leikinn en hefur spilað með grímu í síðustu þremur leikjum mótsins.

Óhætt er að segja að Mbappe hafi átt betri leiki en þann sem hann átti gegn Portúgal. Frakkinn viðurkennir nú að hann hafi verið búinn á því og bað því um skiptingu.

„Mikilvægasta er að vinna leikinn. Ég hef alltaf sagt það. Við erum komnir í undanúrslit og það er það mikilvægasta í þessu.“

„Ég talaði við þjálfarann í lok venjulegs leiktíma. Ég var þreyttur, en í hálfleik í framlengingu fann ég að ég gat ekki meir og fór því af velli. Núna ætla ég að reyna að ná endurheimt og undirbúa mig fyrir leikinn gegn Spánverjum,“
sagði Mbappe.

Mbappe hefur aðeins skoraði eitt mark á mótinu en það kom úr vítaspyrnu í 1-1 jafnteflinu gegn Póllandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner