Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
Pétur Péturs: Finnst þér ég orðinn svona gamall?
Nik: Ætlum ekki að liggja á liði okkar og halda að einn sé nóg
Selma Dögg stolt: Víkingur er á uppleið
Agla María: Eitthvað hungur sem verður til
Ásta Eir: Þetta var það sem ég sá fyrir mér þegar þessi leikur var í augsýn
Fanndís: Töpuðum ekki þessum titli í dag
Telma: Trúi því ekki að þetta hafi gerst
Vann Lengjudeildina og Bestu deildina á árinu - „Þetta er svo súrrealískt“
Víkingar skemmta sér á Akureyri í kvöld - „Vonandi verður alvöru partý í Fossvogi"
Jóhann Kristinn: Vildi ekki gefa rautt spjald í kvennaleik
Guðni: Sáttur við tímabilið
Óli Kristjáns sáttur með tímabilið: Það var alltaf trú
„Stórsigur fyrir okkur, sá stærsti í sumar það er klárt“
Rúnar: Hundleiðinlegt að tapa
Andri Rúnar um markið ótrúlega: Þá varð maður að prófa
Dagur í lífi Kristínar Dísar - Hádegishrekkur, sláarkeppni og blótsyrði á íslensku
Ásta Eir: Það væri bara mjög mikill skandall
Elísa Viðars: Maður þekkir þær eins og handarbakið á sér
Adda: Ég held að það hafi meira verið í fjölmiðlum og annað
Dagur í lífi Jasmínar - Fótbolta'ick' og skrautlegur golfhringur
   sun 07. júlí 2024 20:39
Hafliði Breiðfjörð
Óli Kristjáns: Þær spiluðu okkur sundur og saman
Óli á hliðarlínunni í dag.
Óli á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Það hjálpaði ekki að við vorum í mjúka horninu í fyrri hálfleik og andstæðingurinn með andskoti öflugan framherja í Söndru Maríu," sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Þróttar eftir 2 - 4 tap heima gegn Þór/KA í Bestu-deildinni í dag.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  4 Þór/KA

Þór/KA var 0-3 yfir í hálfleik og Sandra María Jessen skoraði öll mörkin.

„Það leit ekki vel út í fyrri hálfleik en það sem við vorum að gera í seinni hálfleik var það sem ég tek út úr leiknum og var mjög ánægður með."

Hvað gerist, það var eins og Þróttur hafi varla verið með í þessum leik í fyrri hálfleik? „Það er hárrétt hjá þér, en það var ekkert varla, við vorum bara ekki með í leiknum. Stigum illa upp í pressu, liðið var mjög gisið, hékk ekki saman, fórum ekki í návígi og þær spiluðu okkur sundur og saman."

Ólafur gerði tvær skiptingar í hálfleik. Hvað var hann að hugsa með þeim? „Það er ýmislegt sem maður er að hugsa með skiptingum en það þurfti bara orku inn. Ég var með leikmenn á bekknum sem sitja líka og horfa upp á liðsframmistöðu sem var ekki góð. Þær sem komu inná gripu tækifærið en mér fannst líka þær sem voru í fyrri hálfleiknum og áfram í þeim seinni hafa stigið upp. Það var meiri þéttleiki, við fórum betur upp í pressu, vorum öruggar á boltanum og úrslitaatriðið, við fórum í návígi."

Það var allt annað Þróttarlið sem kom út í seinni hálfleikinn. Aðspurður hvað hann hafi sagt í hálfleik sagði Ólafur: „Ég sagði mjög fátt og mjög lítið. Engin læti en höfðaði bara til þess að okkur væri ekki sómi af fyrri hálfleiknum. Mér finnst liðið hafa sett ákveðna standarda með spilamennsku og frammistöðu og við þurftum að á þeim í seinni hálfleik. Þær gerðu það svo sannarlega."

Nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner