Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
Pétur Péturs: Finnst þér ég orðinn svona gamall?
Nik: Ætlum ekki að liggja á liði okkar og halda að einn sé nóg
Selma Dögg stolt: Víkingur er á uppleið
Agla María: Eitthvað hungur sem verður til
Ásta Eir: Þetta var það sem ég sá fyrir mér þegar þessi leikur var í augsýn
Fanndís: Töpuðum ekki þessum titli í dag
Telma: Trúi því ekki að þetta hafi gerst
Vann Lengjudeildina og Bestu deildina á árinu - „Þetta er svo súrrealískt“
Víkingar skemmta sér á Akureyri í kvöld - „Vonandi verður alvöru partý í Fossvogi"
Jóhann Kristinn: Vildi ekki gefa rautt spjald í kvennaleik
Guðni: Sáttur við tímabilið
Óli Kristjáns sáttur með tímabilið: Það var alltaf trú
„Stórsigur fyrir okkur, sá stærsti í sumar það er klárt“
Rúnar: Hundleiðinlegt að tapa
Andri Rúnar um markið ótrúlega: Þá varð maður að prófa
Dagur í lífi Kristínar Dísar - Hádegishrekkur, sláarkeppni og blótsyrði á íslensku
Ásta Eir: Það væri bara mjög mikill skandall
Elísa Viðars: Maður þekkir þær eins og handarbakið á sér
Adda: Ég held að það hafi meira verið í fjölmiðlum og annað
Dagur í lífi Jasmínar - Fótbolta'ick' og skrautlegur golfhringur
banner
   sun 07. júlí 2024 20:28
Hafliði Breiðfjörð
Hulda Ósk: Gott að hitta á Söndru og Karenu því þær klára alltaf
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Við vorum ótrúlega góðar í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við fórum aðeins niður í seinni en það var gott að klára þetta með fjórum mörkum," sagði Hulda Ósk Jónsdóttir leikmaður Þórs/KA eftir 2 - 4 útisigur á Þrótti í dag en staðan í hálfleik hafði verið 0 - 3.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  4 Þór/KA

„Við komum smá sloppy í seinnni og þær komu líka kannski aðeins sterkari út. Það er stundum þannig en það er gott að klára þetta. Við vorum stressaðar á boltann og höfðum alveg mátt vera rólegar, við vorum 3-0 yfir og hefðum ekki átt að panikka svona mikið þegar við fengum boltann."

Í lok leiksins var Þór/KA farið að reyna að tefja til að klára leikinn. „Þetta fer stundum í eitthvað svona."

Hulda Ósk lagði upp öll fjögur mörk Þórs/KA í leiknum í dag. „Það var gott að hitta á Söndru og Karenu því þær klára alltaf. Ég hef ekki áhyggjur af því, ég er með fjórar stoðsendingar í dag en er ekki alveg að telja þetta, þær eru einhverjar í viðbót. Ég er best á kantinum og við erum búnar að vera með tvo frammi svolítið í sumar en mér finnst mjög gott að vera á kantinum."
Athugasemdir
banner
banner