„Við vorum ótrúlega góðar í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við fórum aðeins niður í seinni en það var gott að klára þetta með fjórum mörkum," sagði Hulda Ósk Jónsdóttir leikmaður Þórs/KA eftir 2 - 4 útisigur á Þrótti í dag en staðan í hálfleik hafði verið 0 - 3.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 - 4 Þór/KA
„Við komum smá sloppy í seinnni og þær komu líka kannski aðeins sterkari út. Það er stundum þannig en það er gott að klára þetta. Við vorum stressaðar á boltann og höfðum alveg mátt vera rólegar, við vorum 3-0 yfir og hefðum ekki átt að panikka svona mikið þegar við fengum boltann."
Í lok leiksins var Þór/KA farið að reyna að tefja til að klára leikinn. „Þetta fer stundum í eitthvað svona."
Hulda Ósk lagði upp öll fjögur mörk Þórs/KA í leiknum í dag. „Það var gott að hitta á Söndru og Karenu því þær klára alltaf. Ég hef ekki áhyggjur af því, ég er með fjórar stoðsendingar í dag en er ekki alveg að telja þetta, þær eru einhverjar í viðbót. Ég er best á kantinum og við erum búnar að vera með tvo frammi svolítið í sumar en mér finnst mjög gott að vera á kantinum."
Athugasemdir