Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
banner
   sun 07. júlí 2024 23:09
Brynjar Ingi Erluson
Dorival Junior mun stýra Brasilíu á HM 2026
Mynd: EPA
Dorival Junior, þjálfari brasilíska landsliðsins, mun stýra því á HM sem fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó árið 2026 en þetta sagði forseti fótboltasambands Brasilíu í dag.

Brasilía er dottið úr leik í Copa America-keppninni sem fer fram í Bandaríkjunum um þessar mundir.

Þjóðin tapaði fyrir Úrúgvæ í vítakeppni í 8-liða úrslitum keppninnar í gærnótt.

Það hafa verið áköll um að reka Dorival Junor úr starfi eftir þennan slaka árangur á mótinu, en forseti fótboltsambandsins hlustar ekki á þær raddir.

Kom hann inn á það að ekki væri ráðlagt að vera alltaf að skipta um þjálfara og fær þjálfarinn því tíma til að byggja sigurlið en næsta markmið er að komast á HM sem fer fram árið 2026.
Athugasemdir
banner