Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
   sun 07. júlí 2024 13:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Leicester fær ungstirni frá Chelsea (Staðfest)
Mynd: Leicester City

Michael Golding hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Leicester en hann kemur til liðsins frá Chelsea.


Þessi 18 ára gamli miðjumaður þykir gríðarlega efnilegur en hann hefur gert góða hluti með unglingaliðum Chelsea. Hann spilaði sinn fyrsta leik með aðalliði félagsins í janúar þegar hann spilaði gegn Preston í enska bikarnum.

„Ég hlakka til að taka stór skref á ferlinum hér hjá Leicester og mun leggja hart að mér að hjálpa liðinu eins og ég get. Saga félagsins talar fyrir sig sjálf, það eru frábærir leikmenn hérna og ég hlakka til að sjúga í mig eins miklar upplýsingar og ég get frá leikmönnum aðalliðsins," sagði Golding.

Hann er uppalinn hjá Wimbledon en gekk ungur að árum til Chelsea. Hann á að baki 38 landsleiki fyrir yngri landslið Englands.


Athugasemdir
banner
banner
banner