PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   lau 06. júlí 2024 00:01
Brynjar Ingi Erluson
Guðrún snéri aftur er Rosengård vann fimmtánda leikinn í röð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðskonan Guðrún Arnardóttir snéri aftur í lið Rosengård í 3-0 sigri liðsins á Vittsjö í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Guðrún var ekki með í seinustu tveimur leikjum liðsins vegna meiðsla en var mætt aftur í byrjunarliðið gegn Vittsjö.

Hún lék allan leikinn í hjarta varnarinnar og hélt hreinu.

Rosengård hefur unnið alla fimmtán leiki sína í deildinni og er nú með 45 stig á toppnum, níu stigum á undan næsta liði.

Hlín Eiríksdóttir, Guðný Árnadóttir og Katla Tryggvadóttir byrjuðu allar í 2-0 tapi Kristianstad gegn Norrköping.

Kristianstad er í 4. sæti með 26 stig, sjö stigum frá Meistaradeildarsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner