Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
banner
   lau 06. júlí 2024 20:39
Brynjar Ingi Erluson
Bellingham: Besta frammistaða mótsins
Mynd: EPA
Jude Bellingham, leikmaður enska landsliðsins, segir frammistöðuna gegn Sviss þá bestu á Evrópumótinu til þessa en England er komið í undanúrslit eftir að hafa unnið í vítakeppni.

Englendingar voru ekki sannfærandi í riðlakeppni mótsins og hvað þá í 16-liða úrslitum gegn Slóvakíu.

Bellingham tókst þar að galdra fram sérstakt augnablik til að koma Englendingum í framlengingu og kláraði Kane leikinn snemma í framlengingunni.

Frammistaða Englendinga var mun þroskaðri í dag og virðist þetta allt saman að þokast í rétta átt.

„Allt í allt var þetta líklega besta frammistaða okkar á mótinu. Við erum ótrúlega stoltir af strákunum. Það eru hlutir sem er ekki alltaf hægt að mæla eða sjá sem er karakter og hugarfar. Við sýndum það í vítaspyrnukeppninni. Fyrir varamennina að koma inn á og taka vítaspyrnu undir þessari pressu er ótrúlega sérstakt.“

England skoraði úr öllum fimm spyrnum sínum en Bellingham segist hafa æft spyrnurnar eins og aðrir í landsliðinu.

„Ég æfi þetta eins og hinir strákarnir. Ég er með ákveðið ferli og reiði mig á það. Stundum getur þú farið á punktinn og klúðrað, en það er ákveðin huggun í því þegar þú ferð eftir ferli sem þú ert sáttur við,“ sagði Bellingham.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner