Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
banner
   sun 07. júlí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag búinn að ræða nokkrum sinnum við Zirkzee
Mynd: EPA
Manchester United hefur átt í löngum viðræðum við umboðsmann hollenska framherjans Joshua Zirkzee en þetta segir Fabrizio Romano á X.

Zirkzee er 23 ára gamall stór og stæðilegur sóknarmaður sem gerði frábærlega með Bologna á síðustu leiktíð.

Framherjinn skoraði 11 deildarmörk er Bologna tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu en það eru allar líkur á því að hann yfirgefi félagið í sumar.

Manchester United hefur átt í viðræðum við umboðsmann Zirkzee varðandi laun og annað því tengt.

Romano segir að Erik ten Hag, stjóri United, hafi átt mörg samtöl við Zirkzee, sem er sagður spenntur fyrir því að fara til enska félagsins.

Framherjinn er með 40 milljóna evra kaupákvæði í samningnum en það ákvæði gildir fram í ágúst.
Athugasemdir
banner
banner
banner