Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
banner
   mán 08. júlí 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Jón Daði orðaður við Charlton
Mynd: Getty Images
Ágætis líkur eru á því að Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson verði áfram á Englandi en hann er orðaður við enska C-deildarliðið Charlton Athletic á X.

Sóknarmaðurinn öflugi er þessa stundina án félags eftir að samningur hans hjá Bolton Wanderers rann út.

Jón Daði, sem er 32 ára gamall, hefur spilað á Englandi frá 2016 með Wolves, Reading, Millwall og auðvitað Bolton.

Hann eyddi þremur tímabilum hjá Bolton þar sem hann skoraði 25 mörk í 94 leikjum og vann EFL-bikarinn eða Framrúðubikarinn eins og hann hefur oft verið kallaður.

Samkvæmt EFL Hub hefur Charlton áhuga á því að fá Jón Daða en notandinn er með um 25 þúsund fylgjendur á X.

Minni spámenn á samfélagsmiðlunum hafa orðað hann við Crawley Town og Stevenage. Crawley komst upp í C-deildina í gegnum umspilið en Stevenage hafnaði í 9. sæti C-deildarinnar á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner