Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
   sun 07. júlí 2024 18:51
Brynjar Ingi Erluson
Adrian yfirgefur Liverpool (Staðfest)
Adrian er farinn frá Liverpool
Adrian er farinn frá Liverpool
Mynd: Getty Images
Spænski markvörðurinn Adrian hefur formlega yfirgefið enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool.

Þessi 37 ára gamli markvörður eyddi fimm árum hjá Liverpool en hann kom til félagsins frá West Ham.

Hann var hugsaður sem varamarkvörður fyrir Alisson Becker, hlutverk sem hann var nokkuð sáttur við.

Síðustu þrjú tímabil hefur hann verið þriðji markvörður félagsins, en Caoimhin Kelleher er varamarkvörður í dag.

Samningur Adrian rann út um mánaðarmótin og hafði Liverpool áhuga á að framlengja hann út næsta tímabil, en hugur Adrian leitar heim til Spánar.

Hann er að ganga fra´samningum við uppeldisfélag sitt, Real Betis, og verða þau skipti frágengin á næstu dögum. Hann hefur því formlega yfirgefið Liverpool.

Á fimm árum hans hjá Liverpool vann hann ensku úrvalsdeildina, deildabikarinn, Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða.


Athugasemdir
banner
banner
banner