PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
   lau 06. júlí 2024 11:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kilman til West Ham (Staðfest) - Skrifar undir sjö ára samning
Mynd: West Ham

Enski miðvörðurinn Max Kilman er genginn til liðs við West Ham frá Wolves en kaupverðið er talið vera um 40 milljónir punda.


Þessi 27 ára gamli leikmaður hefur skrifað undir sjö ára samning við félagið en hann var í sex ár í herbúðum Úlfana en þar var hann m.a. undir stjórn Julen Lopetegui núverandi stjóra West Ham.

„Það er frábær tilfinning að vera leikmaður West Ham. Um leið og ég vissi af áhuga frá félaginu var þetta tækifæri sem ég ætlaði mér að nýta svo ég get ekki verið ánægðari að vera hérna," sagði Kilman við undirskriftina.

„Ég naut þess að vinna með Julen hjá Wolves, hann er heimsklassa þjálfari og einhver sem ég lærði mikið af og ég er bjartsýnn að ég muni halda áfram að bæta mig sem leikmann undir hans stjórn."

Kilman gekk til liðs við Wolves frá utandeildarliðinu Maidenhead árið 2018 og lék 151 leik fyrir félagið og var fyrirliði liðsins á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner