Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
   lau 06. júlí 2024 22:06
Brynjar Ingi Erluson
2. deild kvenna: Jafntefli í Skessunni - Geggjuð endurkoma Einherja
Einherji vann magnaðan sigur
Einherji vann magnaðan sigur
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
ÍH gerði jafntefli við Völsung
ÍH gerði jafntefli við Völsung
Mynd: Aðsend
Einherji vann ótrúlegan endurkomusigur á Álftanesi í 2. deild kvenna í dag.

Vopnfirðingar unnu Álftanes, 3-2, eftir að hafa lent tveimur mörkum undir á fyrstu tuttugu mínútum leiksins.

Það var ekki fyrr en á 73. mínútu sem Einherja tókst að minnka muninn er Amanda Lind Elmarsdóttir kom boltanum í netið. Sarai Vela Menchon klæddi sig í skikkjuna og skoraði tvö mörk fyrir Einherja á þremur mínútum á lokakaflanum og tryggði Vopnfirðingum stigin þrjú.

Einherji er nú í 4. sæti með 19 stig en Álftanes með 4 stig í 9. sæti deildarinnar.

ÍH og Völsungur gerðu 2-2 jafntefli í Skessunni í Hafnarfirði. Hildur Anna Brynjarsdóttir kom Völsungi í 1-0 á 17. mínútu en Hildur Katrín Snorradóttir jafnaði undir lok hálfleiksins.

Krista Eik Harðardóttir kom gestunum aftur yfir á 79. mínútu og stefndi allt í frábæran útisigur en þá kom Rakel Eva BJarnadóttir liði ÍH til bjargar með marki á 88. mínútu.

Lokatölur 2-2. Sterkt stig hjá ÍH sem er í 5. sæti með 16 stig en Völsungur í öðru sæti með 22 stig.

Einherji 3 - 2 Álftanes
0-1 Eydís María Waagfjörð ('18 )
0-2 Klara Kristín Kjartansdóttir ('20 )
1-2 Amanda Lind Elmarsdóttir ('73 )
2-2 Sarai Vela Menchon ('77 )
3-2 Sarai Vela Menchon ('80 )

ÍH 2 - 2 Völsungur
0-1 Hildur Anna Brynjarsdóttir ('17 )
1-1 Hildur Katrín Snorradóttir ('43 )
1-2 Krista Eik Harðardóttir ('79 )
2-2 Rakel Eva Bjarnadóttir ('88 )
2. deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Haukar 12 10 1 1 58 - 18 +40 31
2.    Völsungur 12 9 2 1 44 - 7 +37 29
3.    KR 12 9 2 1 48 - 12 +36 29
4.    Einherji 12 7 2 3 30 - 18 +12 23
5.    ÍH 12 7 1 4 50 - 23 +27 22
6.    Fjölnir 12 6 2 4 35 - 17 +18 20
7.    KH 12 5 1 6 19 - 34 -15 16
8.    Augnablik 12 5 0 7 26 - 37 -11 15
9.    Sindri 12 3 2 7 27 - 57 -30 11
10.    Dalvík/Reynir 12 2 3 7 15 - 45 -30 9
11.    Álftanes 12 2 2 8 25 - 37 -12 8
12.    Vestri 12 2 2 8 11 - 40 -29 8
13.    Smári 12 0 2 10 7 - 50 -43 2
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner