Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
banner
   lau 06. júlí 2024 17:42
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeild kvenna: FHL með sex stiga forystu á toppnum - Dramatísk endurkoma Fram
Emma Hawkins er með 17 mörk í deildinni
Emma Hawkins er með 17 mörk í deildinni
Mynd: FHL
Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir er með sex stiga forystu í efsta sæti Lengjudeildar kvenna eftir öruggan 3-0 sigur liðsins á Selfossi í Fjarðarbyggðarhöllinni í dag.

Emma Hawkins, langmarkahæsti leikmaður deildarinnar, skoraði tvö mörk fyrir heimakonur. Fyrra markið gerði hún á 49. mínútu og það síðara á 85. mínútu. Eva Ýr Helgadóttir, fyrirliði Selfyssinga, varð síðan fyrir því óláni að koma boltanum í eigið net undir lok leiks.

Hawkins er komin með 17 mörk í 10 deildarleikjum á tímabilinu en FHL er á toppnum með 25 stig, sex stigum á undan Aftureldingu sem er í öðru sæti.

ÍR og Fram gerðu 3-3 jafntefli í hörkuleik í Breiðholti. Staðan var 1-1 í hálfleik. Lovísa Guðrún Einarsdóttir kom ÍR yfir á 12. mínútu en Murielle Ternan jafnaði þrettán mínútum síðar.

Sandra Dögg Bjarnadóttir kom heimakonum yfir snemma í síðari áður en Lovísa gerði annað mark sitt á 54. mínútu. Undir lok leiks komu Framarar til baka.

Alda Ólafsdóttir minnkaði muninn á 86. mínútu og jafnaði Thelma Lind Steinarsdóttir metin þegar lítið var eftir af leiknum. Fram er í 7. sæti með 12 stig en ÍR áfram í neðsta sæti með 4 stig.

Úrslit og markaskorarar:

ÍR 3 - 3 Fram
1-0 Lovísa Guðrún Einarsdóttir ('12 )
1-1 Murielle Tiernan ('25 )
2-1 Sandra Dögg Bjarnadóttir ('48 )
3-1 Lovísa Guðrún Einarsdóttir ('54 )
3-2 Alda Ólafsdóttir ('86 )
3-3 Thelma Lind Steinarsdóttir ('90 )

FHL 3 - 0 Selfoss
1-0 Emma Hawkins ('49 )
2-0 Emma Hawkins ('85 )
3-0 Eva Ýr Helgadóttir ('89 , Sjálfsmark)
Lengjudeild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    FHL 18 13 1 4 62 - 35 +27 40
2.    Fram 18 10 4 4 42 - 24 +18 34
3.    Grótta 18 10 4 4 28 - 23 +5 34
4.    HK 18 9 3 6 42 - 29 +13 30
5.    ÍA 18 8 2 8 27 - 31 -4 26
6.    ÍBV 18 8 1 9 29 - 32 -3 25
7.    Afturelding 18 6 4 8 24 - 30 -6 22
8.    Grindavík 18 6 3 9 24 - 26 -2 21
9.    Selfoss 18 3 6 9 18 - 29 -11 15
10.    ÍR 18 2 2 14 18 - 55 -37 8
Athugasemdir
banner
banner
banner