PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
   lau 06. júlí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Fallegt augnablik Ronaldo og Pepe - „Við erum eins og bræður“
Mynd: EPA
Hinn 41 árs gamli Pepe hefur ekki útiloka þann möguleika að halda áfram með portúgalska landsliðinu en hann ræddi við fjölmiðla eftir tap Portúgals gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í gær.

Pepe varð elsti leikmaðurinn til að spila í úrslitakeppni Evrópumótsins á dögunum.

Það er ekki á hverjum degi sem maður sér mann á þessum aldri byrja á stórmóti en hann stóð sig nokkuð vel svona miðað við allt.

Á köflum var hann klaufalegur en baráttan var til staðar og stundum þarf ekki meira.

Ronaldo huggaði Pepe eftir tapið gegn Frökkum. Þetta var síðasta Evrópumót þeirra, en það er aldrei að vita nema þeir haldi áfram og verði með á HM sem fer fram eftir tvö ár.

Pepe mun tjá sig á næstu dögum varðandi framtíðina en þetta var ekki rétta augnablikið til þess.

„Knúsið frá Ronaldo var þýðingarmikið. Þetta er ekki rétti tíminn til að ræða því þetta er mjög sársaukafullt. Við erum eins og bræður og munum tala um þetta síðar,“ sagði Pepe við fjölmiðla.


Athugasemdir
banner
banner
banner