Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
banner
   lau 06. júlí 2024 14:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jói Berg áfram hjá Burnley (Staðfest)
Mynd: Getty Images

Jóhann Berg Guðmundsson hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við Burnley og leikur með liðinu í Championship-deildinni næsta vetur.


Þessi 33 ára gamli íslenski landsliðsfyrirliði tilkynnti eftir tímabilið að hann myndi yfirgefa enska félagið eftir að samningur hans myndi renna út í sumar.

„Ég er mættur aftur og ótrúlega ánægður. Þetta félag hefur svo mikla þýðingu fyrir mig. Það var erfitt að yfirgefa félagið eftir að það féll. Ég vil hjálpa til að koma okkur aftur upp í úrvalsdeild þar sem við eigum heima. Ég vissi að ferlinum var ekki lokið," sagði Jóhann Berg við undirskriftina.

Jóhann Berg gekk til liðs við félagið árið 2016 og hefur leikið 227 leiki og skorað 14 mörk.


Athugasemdir
banner
banner
banner