PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
   lau 06. júlí 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM spáin - Englendingar verið afskaplega daprir
England mætir Sviss á eftir.
England mætir Sviss á eftir.
Mynd: EPA
Gunni Birgis og Jói Ástvalds spá í leikina.
Gunni Birgis og Jói Ástvalds spá í leikina.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Breel Embolo, sóknarmaður Sviss.
Breel Embolo, sóknarmaður Sviss.
Mynd: EPA
Í dag klárast átta-liða úrslitin á Evrópumótinu. Í fyrri leik dagsins klukkan 16:00 mætast England og Sviss.

Spámenn Fótbolta.net eru Gunnar Birgisson og Jóhann Páll Ástvaldsson, íþróttafréttamenn á RÚV, en þeir hafa báðir verið frábærir í umfjöllun í kringum mótið. Þeir spá um úrslit allra leikja í útsláttarkeppninni ásamt fulltrúa Fótbolta.net. Fyrir hárréttar lokatölur fást 3 stig en 1 stig ef rétt tákn er á leiknum.

Gunnar Birgisson

England 1 - 2 Sviss
Því miður lýkur þátttöku Englendinga í 8-liða úrslitum þetta árið. Svissararnir hafa verið frábærir og mæta með maður á mann pressugeðveiki sem sjokkerar England. Declan Rice setur einn í vinkilinn í fyrri en Xhaka og Embolo skora í seinni og fara áfram.

Jóhann Páll Ástvaldsson

England 2 - 1 Sviss
Southgate brýtur upp formið í dag og hendir í eldgömlu vængbakverðina, segir gatan. Er þetta merki um að hann sé algjörlega clueless, eða bara að hann sé klár í að hringla í þessu?

Ég hef trú, og aðalástæðan fyrir henni er innkoma Trent í liðið. Honum mun líða vel með Walker fyrir aftan sig. TAA spraying his passes about.

2-1 sigur í venjulegum. Sviss jafnar eftir að England kemst yfir. Mainoo verður með sveinspróf í matvælagreinum frá MK til að elda á miðjunni.

Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

England 0 - 3 Sviss
Englendingar hafa verið afskaplega daprir á þessu móti og í dag fá þeir þann skell sem þeir eiga skilið. Jude Bellingham verður pirraður og veifar höndum út í loftið, en getur samt sjálfur ekki neitt. Granit Xhaka verður stórkostlegur og ætli Breel Embolo setji ekki allavega eitt mark. Svisslendingar eru ótrúlega seigir og þeir voru frábærir gegn Ítalíu. Southgate mun segja af sér stuttu eftir leik.

Staðan:
Gunni Birgis - 10 stig
Fótbolti.net - 7 stig
Jói Ástvalds - 6 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner