Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
banner
   sun 07. júlí 2024 14:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kane hrósaði Saka í hástert - „Stórkostlegt kvöld"
Mynd: EPA

Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins, hrósaði Bukayo Saka í hástert eftir sigur liðsins í vítaspyrnukeppni gegn Sviss í átta liða úrslitum á EM í gær.


Saka var besti maður enska liðsins í leiknum en hann jafnaði metin fyrir liðið í venjulegum leiktíma.

Hann steig svo á punktinn í vítaspyrnukeppninni og skoraði en hann var einn af þremur sem klikkuðu á sinni spyrnu þegar liðið tapaði gegn Ítalíu í úrslitum á EM fyrir þremur árum.

„Ótrúleg frammistaða allan leikinn. Hann spilaði í stöðu sem hann hefur spilað áður en er ekki mjög vanur því. Hann var að valda þeim vandræðum allan leikinn," sagði Kane.

„Og svo hvernig hann steig upp eins og hnan gerði. Ég veit hvernig hugarfarið hans er og ég vissi að honum myndi líða vel í þessum aðstæðum þrátt fyrir það sem gerðist í fortíðiinni. Stórkostlegt kvöld fyrir hann, hann á þetta skilið," sagði Kane að lokum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner