Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
   lau 06. júlí 2024 18:46
Brynjar Ingi Erluson
EM: Englendingar í undanúrslit eftir vítakeppni
Trent Alexander-Arnold skoraði úr síðasta víti Englendinga og fagnar því hér
Trent Alexander-Arnold skoraði úr síðasta víti Englendinga og fagnar því hér
Mynd: Getty Images
England mætir Hollandi eða Tyrklandi
England mætir Hollandi eða Tyrklandi
Mynd: Getty Images
Jordan Pickford varði víti Manuel Akanji
Jordan Pickford varði víti Manuel Akanji
Mynd: Getty Images
England 1 - 1 Sviss (5-3 eftir vítakeppni)
0-1 Breel Embolo ('75 )
1-1 Bukayo Saka ('80 )

Englendingar eru komnir í undanúrslit Evrópumótsins eftir að hafa unnið Sviss, 5-3, í vítakeppni á Merkur-Spiel leikvanginum í Düsseldorf í kvöld.

Enska liðið leit ágætlega út í fyrri hálfleiknum. Engin skot fóru á markið en frammistaða Englendinga var betri en í öðrum leikjum mótsins.

Kobbie Mainoo og Bukayo Saka voru líflegastir í liði Englendinga. Undir lok hálfleiksins kom Mainoo sér í góða stöðu eftir undirbúning Saka en Granit Xhaka kom til bjargar á síðustu stundu.

Snemma í síðari hálfleiks fór Breel Embolo að ógna marki. Hann náði ágætis skalla á markið en þó beint í faðm Jordan Pickford.

Tæpum tuttugu mínútum síðar fékk Embolo aðra tilraun og í þetta sinn nýtti hann færið. Boltanum var spilað fyrir utan teig Englendinga áður en boltinn kom inn í teiginn og fyrir Embolo sem potaði honum í netið.

Englendingar svöruðu strax. Declan Rice kom boltanum út hægra megin á Bukayo Saka sem hljóp fyrir utan teiginn og smurði hann lengst niður í vinstra hornið. Frábært mark og frábær frammistaða hjá Saka.

Embolo var hársbreidd frá því að klára leikin undir lok venjulegs leiktíma eftir fyrirgjöf Fabian Schär en náði ekki að gera sér mat úr því.

Í upphafi framlengingar átti Rice stórkostlegt skot fyrir utan teig sem Yann Sommer náði að koma fingrunum í. Markvarslan stórkostleg.

Undir lok framlengingar fékk Sviss tvö færi til að klára leikinn. Fyrst átti Xherdan Shaqiri tilraun í tréverkið áður en Pickford varði frá Zeki Amdouni.

Pickford var hetja Englendinga í vítakeppninni. Hann varði slaka vítaspyrnu Manuel Akanji á meðan liðsfélagar Pickford skoruðu allir úr vítaspyrnum sínum.

England í undanúrslit annað mótið í röð og mæta þar Hollandi eða Tyrklandi.

Vítakeppnin:
1-0 Cole Palmer
1-0 Pickford ver frá Akanji
2-0 Jude Bellingham
2-1 Fabian Schär
3-1 Bukayo Saka
3-2 Xherdan Shaqiri
4-2 Raheem Sterling
4-3 Zeki Amdouni
5-3 Trent Alexander-Arnold
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner