Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
banner
   sun 07. júlí 2024 14:17
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Thiago leggur skóna á hilluna
Mynd: EPA

Fabrizio Romano fullyrðir að Thiago Alcantara hafi ákveðið að leggja skóna á hilluna.


Þessi 33 ára gamli spænski miðjumaður yfirgaf Liverpool í sumar eftir að samningur hans rann út hjá félaginu.

Hann gekk til liðs við félagið frá Bayern árið 2020 en meiðsli settu stórt strik í reikninginn og hann náði aldrei að festa sig almennilega í sessi hjá enska félaginu. Hann kom aðeins við sögu í einum leik á síðustu leiktíð.

Hann er uppalinn hjá Barcelona og þar varð hann fjórum sinnum spænskur meistari og vann Meistaradeildina einu sinni með liðinu. Hann færði sig til Bayern árið 2013.

Þar vann hann þýsku deildina sjö sinnum, þýska bikarinn fjórum sinnum og Meistaradeildina einu sinni. Hjá tíma sínum hjá Liverpool vann hann enska bikarinn einu sinni.

Hann lék 46 landsleiki með spænska landsliðinu.


Athugasemdir
banner
banner