PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
   lau 06. júlí 2024 12:38
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kroos biður Pedri afsökunar - „Ætlaði mér ekki að slasa þig"
Mynd: EPA

Pedri, leikmaður spænska landsliðsins og Barcelona, hefur verið ansi óheppinn með meiðsli á sínum ferli og nú er óttast að hann verði frá næstu vikur og jafnvel mánuði eftir að hafa meiðst í leik gegn Þýskalandi í átta liða úrslitum á EM í gær.


Spánn vann leikinn eftir framlengingu þar sem MIkel Merino skoraði sigurmarkið undir lokin. Pedri spilaði hins vegar bara rúmlega fimm mínútur í leiknum þar sem Toni Kroos tæklaði hann illa með þeim afleiðingum að spánverjinn meiddist á hné.

Kroos var að spila sinn síðasta leik á ferlinum í gær en þessi fyrrum leikmaður Real Madrid lagði skóna á hilluna eftir leikinn. Hann sendi Pedri afsökunarbeiðni á Instagram í kjölfarið.

„Þetta er mjög mikilvægt fyrir mig: Pedri, ég biðst afsökunar og láttu þér batna. Ég ætlaði mér auðvitað ekki að slasa þig. Ég óska þér góðs bata. Þú ert frábær leikmaður," skrifaði Kroos.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner