Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
   lau 06. júlí 2024 19:48
Brynjar Ingi Erluson
Maður kemur í manns stað - Tyrkir leiða í Berlín
Mynd: EPA
Samet Akaydin var að koma Tyrklandi í 1-0 gegn Hollandi í 8-liða úrslitum Evrópumótsins á Ólympíuleikvanginum í Berlín.

Merih Demiral er í tveggja leikja banni og datt því úr liðinu fyrir þennan leik. Demiral skoraði bæði mörkin í 2-1 sigrinum á Austurríki í 16-liða úrslitum og því búist við að það yrði mikill missir af honum, en það er nú bara þannig að maður kemur í manns stað.

Akaydin, sem tók út leikbann gegn Austurríki, kom inn fyrir Demiral og skoraði á 35. mínútu gegn Hollendingum.

Arda Güler fékk boltann eftir hornspyrnu, kom frábærum bolta á fjær og þar reis Akaydin eins og fuglinn Fönix og skallaði boltanum í netið.

Tyrkir litið mjög vel út í leiknum og sanngjarnt komnir í forystu. Það var verið að flauta til loka fyrri hálfleiks og gaman að sjá hvað síðari hálfleikurinn mun bjóða upp á.




Athugasemdir
banner
banner
banner