Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
Pétur Péturs: Finnst þér ég orðinn svona gamall?
Nik: Ætlum ekki að liggja á liði okkar og halda að einn sé nóg
Selma Dögg stolt: Víkingur er á uppleið
Agla María: Eitthvað hungur sem verður til
Ásta Eir: Þetta var það sem ég sá fyrir mér þegar þessi leikur var í augsýn
Fanndís: Töpuðum ekki þessum titli í dag
Telma: Trúi því ekki að þetta hafi gerst
Vann Lengjudeildina og Bestu deildina á árinu - „Þetta er svo súrrealískt“
Víkingar skemmta sér á Akureyri í kvöld - „Vonandi verður alvöru partý í Fossvogi"
Jóhann Kristinn: Vildi ekki gefa rautt spjald í kvennaleik
Guðni: Sáttur við tímabilið
Óli Kristjáns sáttur með tímabilið: Það var alltaf trú
„Stórsigur fyrir okkur, sá stærsti í sumar það er klárt“
Rúnar: Hundleiðinlegt að tapa
Andri Rúnar um markið ótrúlega: Þá varð maður að prófa
Dagur í lífi Kristínar Dísar - Hádegishrekkur, sláarkeppni og blótsyrði á íslensku
Ásta Eir: Það væri bara mjög mikill skandall
Elísa Viðars: Maður þekkir þær eins og handarbakið á sér
Adda: Ég held að það hafi meira verið í fjölmiðlum og annað
Dagur í lífi Jasmínar - Fótbolta'ick' og skrautlegur golfhringur
   sun 07. júlí 2024 18:55
Sverrir Örn Einarsson
Eva Lind: Ég var smá hrædd um að hún myndi ná að pota í hann
Eva Lind í baráttunni með Keflavík
Eva Lind í baráttunni með Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eva Lind Daníelsdóttir reyndist hetja Keflavíkur er hún skoraði eina mark leiksins er Keflavík lagði lið Fylkis í sannkölluðum botnslag er liðin mættust á HS-Orkuvellinum í Keflavík fyrr í dag. Í ofanálag var um að ræða fyrsta mark Evu í efstu deild og því ekki von á öðru en að hún væri kampakát er hún mætti í viðtal við Fótbolta.net að leik loknum.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Fylkir

„Tilfinningin er geggjuð, ég er ótrúlega sátt með þetta og stolt af liðinu en við vorum geggjaðar allar.“ Sagði Eva um tilfinninguna í leikslok.

Leikurinn sem slíkur var mjög lokaður og afar lítið um nokkuð sem færi má kalla. Var Eva sammála fréttaritara að varnarleikur liðsins væri fyrst og fremst að þakka sigurinn?

„Já ég myndi segja það. Við unnum allar mjög vel saman og vorum tilbúnar í allar tæklingar.“

Eva sem líkt og fyrr segir skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild í dag gerði það með bylmingsskoti af vítateigslínu. Vissi hún strax að boltinn var á leið í netið?

„Nei ég var smá hrædd um að hún myndi ná að pota í hann þarna en þetta var geggjað.“

Sagði Eva Lind en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner