Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
banner
   sun 07. júlí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Seldur fyrir metfé til Brasilíu - Fer til Lyon í janúar
Mynd: EPA
Bandaríska félagið Atlanta United hefur selt argentínska sóknartengiliðinnn Thiago Almada fyrir metfé til Botafogo í Brasilíu en þetta kemur fram í tilkynningu bandaríska félagsins.

Almada er 23 ára gamall og var talinn með efnilegustu leikmönnum Argentínu fyrir tveimur árum.

Hann ákvað að fara til Atlanta í MLS-deildinni í stað þess að reyna fyrir sér í Evrópu og hefur spilað þar við góðan orðstír síðustu þrjú tímabil.

Atlanta hefur nú selt Almada til Botafogo í Brasilíu. Þetta er metsala í MLS-deildinni en talið er að kaupverðið nemi um 30 milljónum dollara.

Um áramótin mun Almada síðan ganga í raðir Lyon í Frakklandi en kaupverðið kemur ekki fram.

Almada var í leikmannahópi argentínska landsliðsins sem vann HM í Katar fyrir tveimur árum og þá verður hann í U20 ára landsliðinu sem fer á Ólympíuleikana í París í þessum mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner