Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
banner
   lau 06. júlí 2024 19:18
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeildin: Þróttur upp úr fallsæti
Lengjudeildin
Kári Kristjánsson skoraði tvö
Kári Kristjánsson skoraði tvö
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Þróttur R. 4 - 1 Dalvík/Reynir
0-1 Áki Sölvason ('52 )
1-1 Kári Kristjánsson ('59 , víti)
2-1 Hlynur Þórhallsson ('65 )
3-1 Kári Kristjánsson ('74 )
4-1 Hlynur Þórhallsson ('95 )
Lestu um leikinn

Þróttarar komu sér upp úr fallsæti með því að vinna 4-1 sigur á Dalvík/Reyni í 11. umferð Lengjudeildar karla á AVIS-vellinum í Laugardal í dag.

Það voru heimamenn sem sköpuðu sér færin í fyrri hálfleik. Njörður Þórhallsson átti skot af varnarmanni og í slá. Dalvíkingar áttu fína spilkafla í leiknum en náðu ekki að skapa sér neitt af viti.

Þeir vildu þó fá vítaspyrnu er Freyr Jónsson var tekinn niður í teignum á 34. mínútu en ekkert dæmt. Dalvíkingar ekki sáttir með þessa niðurstöðu.

Staðan í hálfleik markalaus en það lifnaði heldur betur yfir þessu í síðari hálfleiknum.

Áki Sölvason kom Dalvíkingum yfir á 52. mínútu. Nikola Kristinn Stojanovic sendi Áka í gegn sem skoraði örugglega. Þróttarar vildu fá dæmda rangstöðu en markið stóð.

Heimamenn lögðu allt í sölurnar eftir markið. Kári Kristjánsson jafnaði metin með marki úr víti á 59. mínútu og sex mínútum síðar voru þeir komnir í forystu er Hlynur Þórhallsson skallaði aukaspyrnu Jörgen Pettersen í netið.

Á 74. mínútu gerði Kári annað mark sitt. Sigurður Steinar Björnsson lagði boltann út á Kára sem var við D-bogann. Hann setti boltann niður í hornið og framhjá Franko Lalic í markinu.

Seint í uppbótartíma bætti Hlynur við öðru marki sínu eftir fyrirgjöf Pettersen. Lokatölur 4-1 fyrir Þrótturum sem koma sér upp úr fallsæti og í 8. sæti með 12 stig en Dalvíkingar á botninum með 7 stig.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner