Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
   mán 08. júlí 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Roma kaupir leikmann frá Rennes á 23 milljónir evra
Enzo Le Fee í baráttunni við Kylian Mbappe
Enzo Le Fee í baráttunni við Kylian Mbappe
Mynd: EPA
Ítalska félagið Roma er að ganga frá kaupum á Enzo Le Fee frá Rennes í Frakklandi.

Le Fee er 24 ára gamall miðjumaður sem hefur spilað með Rennes síðasta árið.

Hann er uppalinn í Lorient og vakti mikla athygli með frammistöðu sinni með U20 og U21 árs landsliðum Frakklands.

Á næsta tímabili mun hann flytja til Ítalíu, en hann er nálægt því að semja við lærisveina Daniele De Rossi í Roma.

Roma hefur komist að samkomulagi við Rennes um kaup á Le Fee en kaupverðið er um 23 milljónir evra.

Samkvæmm Gianluca Di Marzio hentar Le Fee fullkomlega inn í leikkerfi De Rossi.

Roma hafnaði í 6. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð og mun því spila í Evrópudeildinni á komandi leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner