Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
Dagur í lífi Kristínar Dísar - Hádegishrekkur, sláarkeppni og blótsyrði á íslensku
Ásta Eir: Það væri bara mjög mikill skandall
Elísa Viðars: Maður þekkir þær eins og handarbakið á sér
Adda: Ég held að það hafi meira verið í fjölmiðlum og annað
Dagur í lífi Jasmínar - Fótbolta'ick' og skrautlegur golfhringur
„Ef ekki, þá þurfum við bara sem land að líta inn á við"
Jökull: Það hefur aldrei neitt svoleiðis verið nefnt
Hilmar Árni: Stemningsmaður og hefur gaman af lífinu
Jón Þór: Við vorum klaufar
Túfa: Erum að fara í gegnum mikið mótlæti
Tarik: Væri til að spila við þá í hverjum leik
Arnar Gunnlaugs: Virðist allt stefna í draumaúrslitaleikinn
Haddi: Ef það á að vera gaman að keyra heim, verðum við að vinna
Rúnar Páll: Maður er orðinn góður í því að fara með sömu tugguna
Stubbur: Það væri gaman að vinna þrefalt
Óðinn skoraði í sínum fyrsta leik: Ég hafði alltaf trú á því að ég myndi skora
Rúnar: Ég er drullufúll út í okkur í dag
Óskar Hrafn: Ein besta frammistaða sem ég hef séð Benó eiga í KR treyju
Anton Ari: Hundleiðinlegt að segja þetta en það er dagsatt
Benoný Breki með fernu: Alltaf gaman að fá að taka fótboltann heim
banner
   lau 06. júlí 2024 20:07
Sölvi Haraldsson
Dragan alls ekki sáttur: Þetta er ekki gott
Lengjudeildin
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Þetta var bara slæmt tap.“ sagði Dragan Stojanovic, þjálfari Dalvík/Reyni, eftir 4-1 tap Dalvíkinga gegn Þrótti Reykjavík í dag.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 4 -  1 Dalvík/Reynir

Dalvíkingar hafa tekið forystuna í þremur af seinustu fjórum leikjum en ekki náð að klára leikina. Dragan er allt annað en sáttur með það.

Fyrri hálfleikur var mjög jafn en svo tókum við forystuna í upphafi seinni hálfleiks. En við ræddum um það í klefanum eftir leik að þetta er þriðji leikurinn núna á skömmum tíma þar sem við komumst yfir en náum ekki að klára leikinn. Þetta er ekki gott. Þetta er úr karakter hjá okkur.

Dragan var ekki sáttur með frammistöðuna undir lok leiks en hann bendir á það að það eru mikil skakkaföll í Dalvíkurliðinu sem hefur verið að gera lífið grátt fyrir þá í sumar.

Frammistaðan var ekki nógu góð seinasta hálftíman í dag. En við erum með góða leikmenn og gott lið. Við verðum að gera betur. Þetta er pínu brekka hjá okkur núna, við verðum að laga það. Við erum búin með 11 leiki og við höfum spilað þrisvar sinnum með fullt lið. Það hefur alltaf vantað tvo til þrjá leikmenn sem er ekki gott.

Dragan staðfesti það í viðtalinu að Dalvíkingar eru að skoða það að bæta við sig leikmönnum þegar félagsskiptaglugginn opnar á dögunum.

Við erum bara að skoða góða leikmenn. Skiptir ekki máli hvort hann sé íslenskur eða útlenskur.

Það eru 56 dagar síðan Dalvík/Reynir unnu seinast leik eða í 1. umferð Lengjudeildarinnar. Hvernig geta þeir snúið þessu gengi við?

Við þurfum að byrja að vinna leiki. Við getum breytt því í næsta leik þegar Njarðvíkingar koma til Dalvík.“ sagði Dragan Stojanovic að lokum.

Viðtalið við Dragan má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner