PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
   lau 06. júlí 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Yamal jafnaði stoðsendingamet Spánverja á EM
Mynd: EPA
Lamine Yamal, leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, jafnaði stoðsendinga met landsliðsins á stórmóti er hann lagði upp fyrra mark liðsins í 2-1 sigri á Þýskalandi í 8-liða úrslitum mótsins í gær.

Þessi 16 ára gamli vængmaður hefur tekið mótið með stormi en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann verið með bestu mönnum mótsins til þessa.

Hann lagði upp þriðja mark sitt á mótinu er hann sendi boltann fyrir Dani Olmo sem skoraði með góðu skoti í vinstra hornið.

Þar með hefur hann jafnað stoðsendingametið á einu og sama Evrópumótinu.

Cesc Fabregas lagði upp þrjú mörk á EM 2008 og þá afrekaði David Silva það fjórum árum síðar. Olmo lagði þá upp þrjú á EM 2021.

Yamal getur bætt metið er Spánn mætir Frakklandi í undanúrslitunum. Liðin eigast við á þriðjudaginn.


Athugasemdir
banner
banner