Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   sun 07. júlí 2024 13:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rúnar Páll um brottrekstur Olgeirs: Ýmislegt sem fer í gegnum hausinn á manni
Rúnar Páll Sigmundsson og Olgeir Sigurgeirsson
Rúnar Páll Sigmundsson og Olgeir Sigurgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það kom Rúnari Páli Sigmundssyni, þjálfara Fylki, í opna skjöldu þegar Olgeiri Sigurgeirssyni aðstoðarþjálfara hans var sagt upp hjá félaginu á dögunum.


Fylkir er í botnsæti Bestu deildarinnar en liðið tapaði gegn Val 4-0 í gær og var Rúnar Páll spurður í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn hvort brottrekstur Olgeirs hafi komið honum í opna skjöldu.

„Já, það gerði það eins og öllum öðrum. Ég sá þetta ekki fyrir," sagði Rúnar Páll.

Hann var spurður að því hvort hann hafi íhugað að segja upp í kjölfarið.

„Það fer ýmislegt í gegnum hausinn á mönnum þegar svona gerist. Það er eins og það er," sagði Rúnar Páll að lokum.


Rúnar Páll: Óþarfi að gefa svona sterku liði eins og Val svona mörk
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner