Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
banner
   sun 07. júlí 2024 15:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Toney er með sína rútínu - „Sumir gætu sagt að það sé klikkað"
Skoraði af miklu öryggi
Skoraði af miklu öryggi
Mynd: EPA

Ivan Toney hefur komið sterkur inn í lið Englands í útsláttakeppninni á EM en hann skoraði úr sinni spyrnu þegar liðið vann Sviss eftir vítaspyrnukeppni í átta liða úrslitunum í gær.


Hann lagði upp sigurmark liðsins á Harry Kane gegn Slóvakíu í 2-1 sigri eftir framlengingu í 16-liða úrslitunum.

Hann er gríðarlega góð vítaskytta en hann er með sína eigin rútínu sem ekki allir eru hrifnir af.

„Ég myndi ekki segja að ég hafi fundið fyrir pressu. Ég er alltaf með mína rútínu, ég er alltaf einbeittur og geri alltaf það sama: Tek minn tíma og rúlla boltanum í netið. Ég horfi aldrei á boltann, það er mín rútína. Sumir gætu sagt að það sé klikkað en þetta er bara mín rútína og ég held mig við hana, hún hefur virkað og getur gert það þegar á því þarf að halda," sagði Toney.


Athugasemdir
banner
banner
banner