Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
   sun 07. júlí 2024 22:49
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd ætlar að virkja kaupákvæði Zirkzee
Mynd: EPA
Manchester United hefur tjáð ítalska félaginu Bologna að það ætli sér að virkja kaupákvæði í samningi hollenska framherjans Joshua Zirkzee en þetta segir Gianluca Di Marzio í kvöld.

United hefur verið í viðræðum við umboðsmann Zirkzee síðustu daga og hefur leikmaðurinn meðal annars rætt við bæði Erik ten Hag og Ruud van Nistelrooy, verðandi aðstoðarmann Ten Hag um skiptin.

Di Marzio segir í kvöld að United hafi sett sig í samband við Bologna og sagt félaginu að það sé reiðubúið að virkja kaupákvæði í samningi hans.

Klásúluverðið er 34 milljónir punda og er líklegt að gengið verið frá samkomulagi við leikmanninn og umboðsmann hans á næstu dögum.

Zirkzeez, sem er 23 ára gamall, skoraði 11 mörk í Seríu A á síðustu leiktíð er Bologna tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner