PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   lau 06. júlí 2024 13:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Vestra og Breiðabliks: Ísak Snær byrjar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Vestri fær Breiðablik í heimsókn á Ísafjörð í dag.


Lestu um leikinn: Vestri 2 -  2 Breiðablik

Vestri hefur tapað þremur leikjum í röð og þá tapaði Breiðablik í síðustu umferð gegn FH og er sjö stigum á eftir toppliði Víkings en eiga leik til góða.

Það eru tvær breytingar á liði Vestra sem tapaði gegn Fram í síðustu umferð. Ibrahima Balde hefur tekið út leikbann og er mættur í byrjunarliðið ásamt Sergine Fall. Elmar AAtli Garðarson og Toby King eru ekki í hópnum. 

Ísak Snær Þorvaldsson er klár í slaginn hjá Blikum og Dagur Örn Fjeldsted og Daniel Obbekjær koma einnig inn í liðið frá síðasta leik gegn FH. Benjamin Stokke og Oliver Sigurjónsson setjast á bekkinn en Viktor Örn Margeirsson tekur út leikbann.


Byrjunarlið Vestri:
30. William Eskelinen (m)
2. Morten Ohlsen Hansen
3. Elvar Baldvinsson
4. Fatai Gbadamosi
6. Ibrahima Balde
10. Tarik Ibrahimagic
11. Benedikt V. Warén
19. Pétur Bjarnason
23. Silas Songani
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson
77. Sergine Fall

Byrjunarlið Breiðablik:
1. Anton Ari Einarsson (m)
2. Daniel Obbekjær
4. Damir Muminovic
6. Alexander Helgi Sigurðarson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
9. Patrik Johannesen
11. Aron Bjarnason
16. Dagur Örn Fjeldsted
22. Ísak Snær Þorvaldsson
30. Andri Rafn Yeoman
Athugasemdir
banner
banner
banner