Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
banner
   sun 07. júlí 2024 22:11
Brynjar Ingi Erluson
3. deild: Vængir Júpiters fljúga upp töfluna - Jafnt í Mosó
Mynd: Aðsend
Vængir Júpiters eru komnir upp í 7. sæti 3. deildar karla eftir að liðið vann 3-1 sigur á Magna í Grafarvogi.

Jónas Breki Svavarsson, Bjarki Fannar Arnþórsson og Aron Heimisson skoruðu mörk Vængjanna í leiknum.

Þetta var annar sigurleikur liðsins í kvöld og er liðið nú komið upp í 7. sæti en liðið var í fallsæti fyrir tveimur umferðum. Magni er á meðan í 6. sæti með 15 stig.

Hvíti riddarinn og Sindri gerðu 1-1 jafntefli í Mosfellsbæ. Hilmar Þór Sólbergsson gerði mark Hvíta riddarans á 35. mínútu leiksins.

Tuttugu mínútum fyrir leikslok fékk Adam Zriouil, leikmaður Sindra, að líta rauða spjaldið, en þeir voru ekkert á þeim buxunum að gefast upp. Abdul Bangura jafnaði metin þegar sex mínútur voru til leiksloka og þar við sat.

Hvíti riddarinn er í næst neðsta sæti með 11 stig, eins og Sindri, sem er tveimur sætum ofar en með betri markatölu.

Úrslit og markaskorarar:

Hvíti riddarinn 1 - 1 Sindri
1-0 Hilmar Þór Sólbergsson ('35 )
1-1 Abdul Bangura ('84 )
Rautt spjald: Adam Zriouil , Sindri ('70)

Vængir Júpiters 3 - 1 Magni
1-0 Jónas Breki Svavarsson ('15 )
1-1 Tómas Örn Arnarson ('32 )
2-1 Bjarki Fannar Arnþórsson ('59 )
3-1 Aron Heimisson ('63 )
3. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Kári 22 14 5 3 63 - 25 +38 47
2.    Víðir 22 13 6 3 54 - 25 +29 45
3.    Árbær 22 14 3 5 47 - 32 +15 45
4.    Augnablik 22 12 4 6 46 - 30 +16 40
5.    Magni 22 9 6 7 35 - 38 -3 33
6.    Hvíti riddarinn 22 8 2 12 45 - 49 -4 26
7.    ÍH 22 7 4 11 61 - 63 -2 25
8.    KV 22 8 1 13 36 - 50 -14 25
9.    KFK 22 8 1 13 39 - 59 -20 25
10.    Sindri 22 7 3 12 40 - 49 -9 24
11.    Elliði 22 7 2 13 32 - 54 -22 23
12.    Vængir Júpiters 22 5 3 14 37 - 61 -24 18
Athugasemdir
banner
banner
banner