Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
   mán 08. júlí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Varane áfram í viðræðum við Como
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Franski miðvörðurinn Raphael Varane er enn í viðræðum við ítalska félagið Como en framtíð hans ætti að skýrast á næstu vikum.

Varane yfirgaf Manchester United þegar samningur hans rann út eftir tímabilið.

Frakkinn hefur verið að skoða í kringum sig en líklegasti kosturinn er Como á Ítalíu.

Como komst upp í Seríu A eftir síðustu leiktíð og verður þetta í fyrsta sinn síðan 2003 sem liðið spilar í efstu deild. Fyrrum fótboltamaðurinn Cesc Fabregas er hluteigandi og annar af þjálfurum Como, en hann vill ólmur fá Varane til félagsins.

Viðræður Como og Varane hafa staðið yfir í nokkrar vikur og halda áfram næstu daga.

Ákvörðun liggur ekki fyrir en Como er að gera allt sem það getur til þess að landa þessum öfluga varnarmanni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner