PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   lau 06. júlí 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Framtíð Sancho gæti ráðist í næstu viku
Mynd: EPA
Ítalska félagið Juventus er að undirbúa tilboð í enska vængmanninn Jadon Sancho en þetta kemur fram í ítölsku blöðunum í dag.

Sancho, sem er 24 ára gamall, stóð sig frábærlega seinni hluta síðustu leiktíðar á láni hjá Borussia Dortmund og átti stóran þátt í að koma liðinu alla leið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

Hann á ekki framtíð hjá Manchester United. Samband hans og Erik ten Hag, stjóra félagsins, er komið á það stig að ekki er hægt að leysa málin.

Skilnaður er því eini möguleikinn en samkvæmt Tutto Juve vill United ganga frá málum Sancho í næstu viku.

Félagið hefur hingað til aðeins viljað selja hann frá félaginu, en þar sem félög eru ekki til í að ganga að verðmiðanum gæti farið svo að hann verði lánaður annað tímabil.

United myndi þá vilja hafa klásúlu í samningnum sem þvingar viðkomandi félag til að kaupa Englendinginn á næsta ári.

Juventus er að undirbúa tilboð í hann en Thiago Motta, nýr þjálfari félagsins, er mikill aðdáandi og vill ólmur fá hann til Tórínó-borgar.
Athugasemdir
banner
banner