Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
   sun 07. júlí 2024 21:16
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Mbl.is 
Láki áfram í Portúgal (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorlákur Árnason, þjálfari kvennaliðs Damaiense í Portúgal, hefur framlengt samning sinn við félagið til næstu tveggja ára, en þetta staðfesti hann í samtali við mbl.is.

Hann tók við liði Damaiense í október á síðasta ári og stýrði liðinu í 4. sæti portúgölsku úrvalsdeildarinnar, sem er besti árangur í sögu félagsins.

Þorlákur þjálfaði áður yngri landslið Íslands en hann hefur einnig stýrt meistaraflokki karla hjá Val og Fylki sem og meistaraflokki kvenna hjá Stjörnunni á þjálfaraferli sínum áður en hann tók við Þór í september árið 2021.

Hann eyddi tveimur árum hjá Þór áður en hann hætti störfum þar og hélt til Portúgals.
Athugasemdir
banner
banner